139. löggjafarþing — 123. fundur,  12. maí 2011.

afbrigði um dagskrármál.

[11:38]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er ljóst að ekki eru mjög margir þingdagar eftir af þinginu. Samkvæmt starfsáætlun þingsins er fyrirhugað að því ljúki 9. júní. Það hafa verið skipulagðir nefndadagar í þarnæstu viku og það er mjög mikilvægt að þau mál sem enn eru ókomin komist til nefnda eins fljótt og auðið er þannig að nefndirnar geti nýtt þá nefndadaga sem skipulagðir hafa verið og við getum staðið við starfsáætlun þingsins að því leyti.