139. löggjafarþing — 123. fundur,  12. maí 2011.

meðferð einkamála.

568. mál
[18:03]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Það er einmitt á tímum eins og við lifum á núna, þegar fólk er að vakna mjög mikið til umhugsunar bæði um sín borgaralegu réttindi og borgaralegu skyldur, sem þessi leið verður að vera opin. Ég tek undir mikilvægi þess að hægt sé að reka prófmál sem er hreinlega ekki hægt að reka úr eigin vasa nema menn eigi því dýpri vasa og við viljum svo sannarlega ekki lifa í samfélagi þar sem menn geta eingöngu notið réttar síns ef þeir hafa djúpa vasa.