139. löggjafarþing — 134. fundur,  27. maí 2011.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 102/2010 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn.

544. mál
[12:24]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Í fyrsta lagi er ljóst að Evrópusambandið er að reyna að þenja sig út. Það kann að skýra aukið flóð af tilskipunum frá því batteríi. Það er líka mikil tilhneiging hjá Evrópusambandinu að ná til sín völdum, gerast miðstýrðari. Mun ég í umfjöllun um annað mál í dag koma því á framfæri.

Til að upplýsa hv. þingmann hefur hv. þm. Atli Gíslason skoðað fjölda EES-reglugerða sem verið er að demba yfir okkur. Það er nú bara þannig að um er að ræða metfjölda, sem ríkisstjórnin dembir yfir þingið. Við skulum bara setjast yfir þær tölur þegar við fáum þær á blaði frá hv. þingmanni. (VBj: … aðildarumsókninni …)