139. löggjafarþing — 138. fundur,  31. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[14:27]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég endurtek spurningu mína: Hvar eiga þeir sem fara úr strandveiðipottunum upp í aflaheimildapottana að kaupa aflaheimildir sínar? Af ríkinu eða af einhverjum sem fyrir er í greininni?

Önnur spurningin var: Miðar þetta allt saman að því að fjölga í kerfinu og eyða þar af leiðandi auðlindarentunni í of mikla sóknargetu, of mikla fjárfestingu og of mikinn mannafla í greininni þannig að eftir liggi auðlindarentustofn sem ekki mun skila neinum skatttekjum í framtíðinni?