139. löggjafarþing — 138. fundur,  31. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:48]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég á kannski eitthvað ólært um stefnu Framsóknarflokksins en ég held þó að ljóst sé, eins og hv. þingmaður staðfesti reyndar í máli sínu, að mikill samhljómur er í nýrri stefnu Framsóknarflokksins við þann grunntón sem sleginn er í þessu frumvarpi og full ástæða til að vinna það mál vel í nefnd og gott að heyra að hv. þingmaður vill ekki standa í vegi þess að málið fari sem fyrst til nefndar. Í nefndarvinnunni þarf auðvitað að fara yfir málið í heild og sníða af því agnúa.

Einnig er ljóst að ég mundi almennt vilja sjá meiri áherslu á að þjóðin fengi í heild afrakstur auðlindarinnar og tel það mikilvægan þátt. Allt eru þetta hlutir sem hægt er að vinna í nefnd en þangað verður málið að komast.