139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[21:25]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Auðvitað er þetta á vissan hátt lagatæknilegt atriði og lýtur að atvinnufrelsi. Engu að síður tel ég mjög eðlilegt að skoðaðar séu leiðir til að setja reglur sem hamli því að menn geti ítrekað farið inn í greinina eftir að hafa selt sig út úr henni. Nýliðun á að vera eðlileg. Þessir pottar eru til þess gerðir að koma til móts við athugasemdir mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og þeir eiga að skapa nýliðun og ákveðið svigrúm í greininni. Það er ekki sjálfgefið að allt sé í einum potti nýtingarréttarins og hjá stórútgerðum. Ég tel mjög mikilvægt að þessi grein sýni ákveðna breidd og fjölbreytni, en fjölbreytnin má ekki vera með þeim hætti að alltaf komi sömu mennirnir inn í greinina eftir að hafa selt sig út úr henni.