139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[17:07]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta efh.- og skattn. (Tryggvi Þór Herbertsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú er það þannig að krónueign erlendra aðila á Íslandi er flokkuð sem erlend skuld í skuldaskilum Íslendinga. Það að krónueign erlendra aðila breytist í evrueign erlendra aðila hefur því engin áhrif á skuldahlutföllin á Íslandi, nema náttúrlega ef gengið fellur stórkostlega.