139. löggjafarþing — 147. fundur,  9. júní 2011.

niðurstaða í máli fyrir kærunefnd jafnréttismála.

[13:55]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vísa þessu algjörlega á bug. Ég virði jafnréttislögin. (Gripið fram í.) Ákvörðun mín var sú að fara ekki með málið fyrir dómstóla heldur að reyna að leita sátta jafnvel þó að ríkislögmaður teldi góðar líkur á að ég mundi vinna það mál fyrir dómstólum.

Ef ekki nást sættir milli forsætisráðuneytisins og kæranda í þessu máli hefur kærandi öll tök á því að fara með málið fyrir dómstóla. Við verðum bara að bíða og sjá hvort hún gerir það, en lyktir í málinu fást væntanlega í vikunni.

Síðan finnst mér að hv. þingmaður eigi að rifja upp ráðningar ýmissa ráðherra Sjálfstæðisflokksins að því er varðar svipuð mál. (Gripið fram í.) (SKK: Af hverju?) Þar er eitthvað til að tala um sem brot (Gripið fram í.) á jafnréttislögum.