139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

verslun með áfengi og tóbak.

703. mál
[11:41]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í greininni stendur, með leyfi frú forseta:

„Fjármálaráðherra fer með yfirstjórn á smásölu áfengis og heildsölu tóbaks og framkvæmd laga þessara.“

Þarna er sem sagt fjármálaráðherra kominn í staðinn fyrir stjórn félagsins eða stofnunarinnar og þetta er í samræmi við þá stefnu sem var áður fyrr í gangi. Ég styð það en geri ekki ráð fyrir að allir hv. þingmenn styðji það.