139. löggjafarþing — 156. fundur,  2. sept. 2011.

úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

709. mál
[18:32]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég geri ráð fyrir að ég eigi eftir að fá skýringar á því hvers vegna meiri hlutinn fer fram með þessum hætti. En eins og ég sagði áðan hélt ég í fullri alvöru að menn mundu reyna að setjast niður og sjá hvort hægt væri að mætast einhvers staðar á miðri leið því að það getur vel verið að það séu réttmæt sjónarmið fyrir því að víkka eitthvað út reglurnar. Ég er ekki með gögnin hjá mér, ég man ekki hvenær fyrst var farið að setja lög og hvenær þau voru síðast endurskrifuð varðandi aðkomu og hverjir hafa rétt til að kæra slíkt. Það kann að vera að það sé hreinlega kominn tími á að endurskoða það. Þá á að gera það en þarna er gengið einu skrefi of langt.