139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[12:43]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er kannski dálítið annað mál. Þegar hv. þm. Helgi Hjörvar flutti ræðu sína hugsaði ég hve gott væri ef þýskir stjórnmálamenn sem ég hef hlustað á í þýska sjónvarpinu eða þýskir fréttamiðlar mundu hlusta á ræðu hans og taka mark á henni og trúa henni því að hún er svo gersamlega á skjön við það sem er að gerast í Evrópu þar sem menn taka stöðu Grikklands virkilega alvarlega. Menn eru farnir að tala um hvað gerist ef Grikkland getur ekki borgað út lífeyri og laun opinberra starfsmanna og hvernig bregðast eigi við. Er eitthvað til sem heitir evra án Grikklands? Hvernig geta menn bakkað? Þetta er umræðan. Svo kemur hv. þm. Helgi Hjörvar og segir að þetta sé allt í lagi vegna þess að evran standi sig svo glimrandi vel miðað við dollara. Það var þá aldeilis mynt til að miða við.