139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:47]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Við skulum bara hafa þetta alveg á hreinu: Er meiri hluti fyrir málinu á þingi? Nei, það var ekki svo þegar það kom til allsherjarnefndar. Hvað gerir allsherjarnefnd þá? Þá þarf m.a. hv. þm. Róbert Marshall að fara í þá vinnu að reyna að breyta frumvarpinu þannig að það verði meiri hluti fyrir því, af því að það eru ráðherrar í ríkisstjórninni sem eru á móti frumvarpinu, eins og hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem er á móti málinu. Þá þarf einhvern veginn að koma því í gegn. (Gripið fram í.) Þá þarf að spá í hvað m.a. þingmenn Hreyfingarinnar … (Gripið fram í.) Það var ekki talað við sjálfstæðismenn upp á það að gera. Það var ekki látið reyna á samstöðu allra flokka heldur eingöngu einstakra þingmanna. (Gripið fram í: Hvað vill …?) Mér finnst það miður.

Hvað vill Sjálfstæðisflokkurinn? Það er ósköp einfalt, við viljum lækka skatta, við viljum skapa störf og auka fjárfestingar, eitthvað sem menn koma sér ekki saman um við ríkisstjórnarborðið. (Gripið fram í.)