139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:29]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki hvort það var gert. Það var ekki skoðað sérstaklega í nefndinni, enda geri ég ekki ráð fyrir að það stangist á við stjórnarskrá að hafa þessa tillögu eins og hún er í dag.

Það er áréttað með breytingartillögum meiri hlutans að ráðherrar sitji í skjóli Alþingis, ég man það ekki alveg orðrétt en það er meiningin í 2. gr. Það er alveg ljóst að ef meiri hluti Alþingis lítur svo á að forsætisráðherra geri eitthvað í ráðuneytunum sem hann á ekki að gera hlýtur meiri hlutinn að lýsa vantrausti á forsætisráðherrann, það er ekkert flóknara en svo. Það er aldrei hægt að taka meirihlutavaldið af Alþingi. Alþingi ræður, það er svoleiðis. (Gripið fram í: … foringjaræði við þessi lög …)