139. löggjafarþing — 165. fundur,  16. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:26]
Horfa

Róbert Marshall (Sf):

Virðulegur forseti. Við höfum fellt tillögu um mjög ítarlega skráningu upplýsinga á ríkisstjórnarfundum. Það er afar mikilvægt að upplýsingar séu færðar með nákvæmum hætti og var eitt af þeim atriðum sem mikil áhersla var lögð á í þeim skýrslum og álitum sem við miðuðum við við vinnslu þessa frumvarps. Það er því afar þýðingarmikið að málsgreinin sem þarna er sett fram hljóti samþykki í þessari atkvæðagreiðslu. Hún felur í sér að allir fundir ríkisstjórnarinnar skulu hljóðritaðir og afrit geymd í vörslu Þjóðskjalasafns í 30 ár. Ég segi já.