139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

dagskrá fundarins.

[09:45]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Virðulegi forseti. Mig langar að skora á hæstv. forseta og flutningsmenn máls númer 20 sem er á dagskrá í dag að sammælast um að það verði einfaldlega tekið af dagskrá. Þetta er gríðarlega mikið ágreiningsmál. Það eru risastórar siðferðilegar spurningar uppi um málið úti um allt. Ég held að ekki sé til ein einasta fræðigrein í akademíunni sem er sammála um staðgöngumæðrun.

Þingið mun ekki klárast í dag og sennilega ekki á morgun og ekki hinn ef á að fara að ræða staðgöngumæðrun. Þetta er þannig mál að lítið mál er að koma því fyrir fljótlega á næsta þingi. Fyrstu dagar nýs þings eru yfirleitt frekar rólegir og það væri miklu skaplegra að taka málið á dagskrá strax í upphafi næsta þings til að þingstörfum geti lokið með einhverjum sóma í dag.