140. löggjafarþing — 25. fundur,  17. nóv. 2011.

Varamenn taka þingsæti.

[10:03]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Svohljóðandi bréf hefur borist forseta:

„Þar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, 10. þm. Suðvest., er staddur erlendis um þessar mundir og getur því ekki tekið þátt í þingstörfum óska ég eftir því með vísan til 2. málsgreinar 60. gr. þingskapa að 1. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Suðvest., Ólafur Þór Gunnarsson læknir, taki sæti á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst

Björn Valur Gíslason,

þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar –

græns framboðs.“

Ólafur hefur tekið sæti áður á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa að nýju á þingi.