140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:04]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég ætla ekki að vera viðskila við stjórnarmeirihlutann í þessari afgreiðslu fjárlaga við 2. umr. en veit vel af því, eins og allur þingheimur, að þetta mál er í tvöfaldri rannsókn, annars vegar hjá hæstv. fjármálaráðherra og hins vegar á vegum umhverfis- og samgöngunefndar. Við skulum bíða niðurstöðu úr því áður en menn byrja að sprengja og bora. (Gripið fram í: Samþykkirðu áður en þú færð niðurstöðu?)