140. löggjafarþing — 37. fundur,  15. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[14:44]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Frú forseti. Hér er verið að bæta við nýju þrepi í auðlegðarskattinn sem á þá væntanlega að vera til að reka þann flótta auðmanna sem er úr landi vegna þessara skatta. Jafnframt er verið að svíkja fyrirheit sem gefin voru þegar auðlegðarskatturinn var innleiddur á sínum tíma vegna þess að verið er að framlengja hann. Í 8., 9. og 10. gr. eru þessi verk framin ef við getum sagt sem svo. Þetta eru svik, eins og ég segi, og við munum greiða atkvæði gegn þessu.