140. löggjafarþing — 37. fundur,  15. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[14:56]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Jæja, þar kom að því. Með þessari breytingartillögu meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar greiðum við sjálfstæðismenn atkvæði okkar. Hér er verið að fella út hin arfavitlausu ákvæði um að hefja eigi skattlagningu kolefnis í föstu formi. Þetta hefði orðið til þess að járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga hefði verið lokað. Þetta hefði orðið til þess að ekki hefði verið farið út í kísilverið í Helguvík. Þetta hefði orðið til þess að kísilverið sem fyrirhugað er á Húsavík kæmi ekki til framkvæmda. (Gripið fram í.) Þetta var arfavitlaus hugmynd og sem betur fer tók efnahags- og viðskiptanefnd (Forseti hringir.) fram fyrir hendurnar á fjármálaráðherra og leggur nú til að þetta verði afnumið.