140. löggjafarþing — 38. fundur,  17. des. 2011.

almannatryggingar o.fl.

380. mál
[00:58]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég og hv. þingmaður Unnur Brá Konráðsdóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í velferðarnefnd, komum ekki með sérálit og vorum ekki með á áliti, hvorki meiri hluta né minni hluta. Við munum sitja hjá við 1. gr. vegna þess að við erum á móti því að frítekjumarkið sé óbreytt. Hins vegar viljum við að það sé til staðar.

Í öðru lagi munum við sitja hjá við 2. gr. þar sem við teljum að við getum ekki verið á móti því að hækka bæturnar yfirleitt, en hins vegar finnst okkur hækkunin of lítil.

Við samþykkjum 3. gr. sem er ESA-málið, og 4. gr. Við munum sitja hjá við 5. gr. vegna þess að við höfum ekki trú á þessum vinnumarkaðsaðgerðum. Við teljum miklu skynsamlegra að reyna að auka atvinnu í landinu. Við getum ekki verið á móti þeim en við höfum ekki trú á þeim. Við vonum bara að þær gangi.