140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

skyldutrygging lífeyrisréttinda.

368. mál
[14:37]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er ekki gæfulegt þegar menn ætla að fara að jafna lífeyrisréttindi að byrja á að ójafna þau og auka bilið milli lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og lífeyrisréttinda iðnaðarmanna, verkamanna og verslunarmanna. Það er einmitt það sem menn eru að gera núna á mörgum sviðum, margar atlögur að almennu sjóðunum og svo hjala menn um að það eigi að fara að jafna lífeyrisréttindin. Það er eitthvað sem stendur í stjörnunum, loforð, og menn hafa ýmsa reynslu af loforðum hæstv. ríkisstjórnar.