140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

veiting ríkisborgararéttar.

397. mál
[16:33]
Horfa

Björgvin G. Sigurðsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Allsherjar- og menntamálanefnd bárust 42 umsóknir um ríkisborgararétt á þessu þingi en samkvæmt lögum veitir Alþingi ríkisborgararétt með lögum. Nefndin leggur til að 24 einstaklingum verði veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni og vil ég þakka sérstaklega undirnefnd þriggja þingmanna í allsherjar- og menntamálanefnd fyrir vel unnin og vaskleg störf. Á þeirra herðum hvíldi að vinna úr umsóknunum ásamt innanríkisráðuneytinu en starfsmenn þess unnu þetta með þingmönnunum og nefndinni og þakka ég þeim kærlega fyrir það.

Um leið óska ég hinum nýju verðandi Íslendingum, 24 talsins af þessum 42, innilega til hamingju með að fá ríkisborgararétt verði frumvarpið að lögum og hvet ég þingheim allan til að greiða því leið og atkvæði með því.