140. löggjafarþing — 43. fundur,  17. jan. 2012.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[16:32]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tek þessa síðustu ábendingu bara sem gamanmál, því að við viljum frekar að fleiri en færri börn fæðist hér á landi til að standa undir (Gripið fram í.) velferðarþjónustunni í framtíðinni.

Varðandi það sem hv. þingmaður nefndi um systur og það að vera staðgöngumóðir fyrir systur sína. Það tíðkast í dag, þetta gera konur í dag. (Gripið fram í.) Það má gefa börn, það má ættleiða börn og það er gert í velgjörðarskyni í dag. Þetta er spurning um hvort við ætlum að hafa þetta sem normið sem sé bara eðlilegt og sjálfsagt og fólk eigi rétt á eða hvort við förum einhverjar aðrar leiðir. Það finnst mér að við ættum að skoða.