140. löggjafarþing — 45. fundur,  19. jan. 2012.

skattlagning fjármagns.

[11:06]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég er sammála hv. þingmanni þegar hann talar um að nauðsynlegt sé að breikka skattstofnana. Það er mjög nauðsynlegt að gera það og með ýmsum aðgerðum, m.a. með því að vinna að atvinnusköpun, sem er forgangsverkefni í þeirri stöðu sem þjóðin er í nú.

Hv. þingmaður talar um að verið sé að skattleggja fyrirtæki undir drep o.s.frv. en þá er gott að hafa það til hliðsjónar í þeirri umræðu að aðeins einn þriðji fyrirtækja á Íslandi greiðir tekjuskatt. (Gripið fram í.) Aðferðir ríkisstjórnarinnar þurfa að beinast í þá átt að breikka skattstofnana, styrkja atvinnusköpun og laða hingað erlent fjármagn til fjárfestingar. Um það held ég að við hv. þingmaður séum sammála.