140. löggjafarþing — 64. fundur,  29. feb. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[15:48]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Hvernig getur forseti litið svo á að samkomulag sé um eitt eða annað í þessum málum hér? Milli hverra er það samkomulag? Við hverja hefur verið rætt um það samkomulag? Eru það þingflokksformenn? Eru það formenn stjórnmálaflokkanna eða fyrstu menn í kjördæmum? Þetta mál fer sem kunnugt er ekki eftir þeim línum sem liggja milli stjórnmálaflokkanna þannig að það er ekki hægt að kalla til þingflokksformenn og gera við þá eitthvert samkomulag. Fyrir mitt leyti getur vel verið að umræðunni ljúki hér í dag, ég veit ekkert um það, en það hefur ekki verið samið við mig um það og ég lýsi mig óbundinn af hvers konar samkomulagi sem gert hefur verið um þetta í þessu máli.