140. löggjafarþing — 67. fundur,  12. mars 2012.

tollalög o.fl.

584. mál
[17:32]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir ræðuna. Hér er sagt að með frumvarpinu sé „brugðist tímabundið við greiðsluerfiðleikum fyrirtækja“. Ég spyr: Er eitthvað nýtt í því? Liggur ekki fyrir að fyrirtæki á Íslandi hafi verið í greiðsluerfiðleikum lengi? Er eitthvað nýtt yfirleitt í þessu máli? Af hverju í ósköpunum kom þetta mál ekki fram fyrir löngu?