140. löggjafarþing — 79. fundur,  28. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[20:41]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta var mjög athyglisverð lýsing á reynslu hv. þm. Jóns Bjarnasonar af að sitja í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og augljóst að verulegur ágreiningur hefur verið innan ríkisstjórnar, sem kemur okkur náttúrlega ekkert á óvart, sérstaklega á sviði sjávarútvegsmála.

Mig langar af þessu tilefni að spyrja hv. þingmann þriggja spurninga:

1. Er það skoðun hv. þingmanns að sjónarmið Samfylkingarinnar hafi orðið ofan á í því sjávarútvegsfrumvarpi sem nú er í meðferð þingsins?

2. Hafði hv. þingmaður fyrirvara við frumvarpið í þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs?

3. Styður hv. þingmaður frumvarpið í þeim búningi sem það er í nú komi það til atkvæða?