140. löggjafarþing — 88. fundur,  25. apr. 2012.

matvæli.

138. mál
[16:07]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hér fyrr í dag vorum við í stjórnarandstöðunni sökuð um að standa í vegi fyrir góðum málum. Ég held að þetta sé einmitt dæmi um gott mál sem við höfum ekki staðið í vegi fyrir. Reyndar er þetta mál sem við framsóknarmenn komum með tillögu um að yrði unnið að. Ég vil bara þakka stjórnarmeirihlutanum fyrir að standa ekki í vegi fyrir þessu mikilvæga, góða máli. [Hlátur í þingsal.]