140. löggjafarþing — 100. fundur,  16. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[20:21]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér finnst það svolítið kúnstugt að þingmenn haldi að það skipti fólk ekki mál hvort það fær að lýsa skoðun sinni á því hver grundvöllur þess frumvarps er sem lagður verður að nýrri stjórnskipun á næstunni. Ef það kemur fólkinu í landinu ekki við veit ég ekki hvað því kemur við. Við höfum lagt málið fram, við erum búin að tala um það í rúma 20 tíma. Við getum endað þessa umræðu um leið og menn vilja og þá greiðum við atkvæði um hvort af þessari þjóðaratkvæðagreiðslu verður eða ekki og við hljótum öll að hlíta því.