140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[13:26]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Mér finnst einstaklega ósvífnar þær tillögur sem koma fram í töluliðum 2–6. Ekki er nóg með að það sé verið að blekkja fólk til að taka þátt í atkvæðagreiðslu samkvæmt tölulið 1 því að það verða ekki tillögur stjórnlagaráðs sem liggja til grundvallar. Ríkisstjórnarflokkarnir treystu sér ekki með þá spurningu eina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna var farið í stefnuskrár flokkanna, sóttar þangað tillögur, þeim blandað saman við tillögur sem komu frá stjórnlagaráði, töluliðir 2 og 3 eru úr stefnuskrá Vinstri grænna, töluliðir 4 og 5 úr stefnuskrá Samfylkingarinnar og töluliður 6 úr stefnuskrá Hreyfingarinnar.

Virðulegi forseti. Stjórnarskrá er æðstu lög hvers lands og stjórnarskrá er stjórnarskrá allra landsmanna. Úr því að búið er að fara þessa leið í þessum tillögum get ég ekki sætt mig við að það sé búið að blanda (Forseti hringir.) pólitík ríkisstjórnarflokkanna ásamt pólitík Hreyfingarinnar inn í tillögurnar.

Því kem ég til með að greiða atkvæði á móti öllum þessum tillögum.