140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[14:14]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Þessi spurning er eins vitlaus og tilgangslaus og allar hinar og er það til marks um þetta ferli allt saman að verið er að spyrja spurninga sem er nánast útilokað að túlka svarið við á einn hátt. Ég reikna með að flestir vilji hafa einhverja tölu á þessu, en hver á sú tala að vera? Það er ekki spurt um það og það kemur ekki fram. Að mínu viti er það til að kóróna vitleysuna alla saman að hafa þetta inni.

Frú forseti. Til að taka af allan vafa þannig að það sé sagt hér mun ég aldrei nokkurn tímann samþykkja jafnt atkvæðavægi meðan það er jafnvitlaust gefið í þessu samfélagi og nú er.