140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[20:23]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að við hv. þingmaður þurfum að gæta okkar aðeins þegar við mærum kvótakerfið þannig að úr því verði ekki: Ísland best í heimi. (EKG: Alls ekki.) Við þurfum líka að muna að þrátt fyrir alla þessa afkomu sitjum við uppi með gríðarlega skuldsetta atvinnugrein. Staðreyndin er sú að staða gengisins ræður gríðarlega miklu um afkomu greinarinnar.

Ég er tilbúinn að bera saman skattlagninguna í kolvetninu og þá sem gert er ráð fyrir í veiðigjaldinu og bendi á að í skattlagningu á orkuiðnaðinn í Noregi beita menn sömu aðferð og hér er beitt í því að þar er skattlagður hagnaður sem er umfram 8% arð af fjárbindingu í viðkomandi orkufjárfestingu. Aðferðafræðin í öllum þremur greinum er því frekar svipuð en við getum auðvitað rætt smærri útfærsluatriði. En við skulum klára málið.