140. löggjafarþing — 114. fundur,  7. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[00:31]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Menn sem höfðu unnið langan tíma á sjó undir því kerfi sem var samkvæmt lögum, með kvótareglum og slíku, gátu selt kvótann sinn, réttinn sinn, leiguréttinn eða hvað við köllum hann. Þetta frumvarp byggir á því að þeir sem eru nú við lýði mega ekki gera þetta. Það á að hirða það af þeim og þeir mega ekki gera þetta. (LRM: Lestu frumvarpið.) Hvernig geta hv. stjórnarsinnar varið þetta? (LRM: Lestu frumvarpið.) (Gripið fram í: Þetta er svona.) Það þýðir ekkert að segja mér að lesa frumvarpið, ég er gamalreyndur kennari og kann ágætlega að lesa. Þetta er einfaldlega niðurstaðan, nú er verið að stöðva ákveðna hluti sem var leyfilegt að gera áður. (Forseti hringir.) Það er ekkert óeðlilegt að menn hafi arð af lífsstarfi sínu.