140. löggjafarþing — 117. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[14:41]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég hef í sjálfu sér ekki miklu að bæta við orð hæstv. ráðherra Steingríms J. Sigfússonar. Ég vil hins vegar nota þetta tækifæri og lýsa aðdáun minni á sjálfstillingu og agaðri framgöngu hæstv. forseta við þær fáránlegu kringumstæður sem hafa skapast hér síðustu mínúturnar. Ég tel að það sé orðið til mikils vansa fyrir þingið, þessi hróp og köll sem eru farin að verða svo hávær hér í kórum, þetta ýl og gaul þegar maður heyrir ekki mannsins mál, að ég verð bara að þakka forseta sérstaklega fyrir það hversu rólega og yfirvegað hún gengur fram í starfi sínu miðað við þær fáránlegu aðstæður sem hér eru uppi.

Ég tek auðvitað heils hugar undir hvert orð sem hér hefur komið fram um árásir á hæstv. fjármálaráðherra sem er að gegna skyldustörfum sínum annars staðar (Forseti hringir.) um leið og ég harma náttúrlega þessar árásir á fjarstatt fólk (Forseti hringir.) sem upphefjast hér iðulega.