140. löggjafarþing — 123. fundur,  16. júní 2012.

framhald þingstarfa.

[10:07]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Það ástand sem skapast hefur í þinginu er langt í frá að vera boðlegt. Ég hvet hæstv. forseta til þess að gangast fyrir því nú þegar fyrir hádegi að koma skikki á þessa hluti. Þegar hv. formaður þingflokks Vinstri grænna er farinn að skjóta með þeim hætti sem raun ber vitni í ræðustól, þegar hann setur sig í dómarasæti um með hvaða hætti aðrir þingmenn rækja skyldur sínar, býður það ekki upp á neitt annað en áframhaldandi karp. Þetta er gjörsamlega óþolandi og það hjálpar ekkert þó að einstaka villikettir komi hér upp og ákalli móður sína.