140. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2012.

menningarminjar.

316. mál
[20:04]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég fagna því að nú hillir undir að heildarendurskoðun á þessum lagabálkum um bæði söfn og menningarminjar ljúki. Þetta mál var lagt fram á síðasta þingi og ég fagna því að nú hillir undir lok þessa máls.

Ég þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir mjög gott starf að málinu, fyrirmyndarvinnubrögð. Þar hefur verið hlustað eftir sjónarmiðum og tekið tillit til þeirra þannig að ýmsar breytingar til bóta hafa verið gerðar á málinu. Ég held að þarna hafi allir lagst á eitt með að ljúka þessu máli þannig að sómi sé að og ég vona að þetta verði til bóta fyrir minjavernd og minjavörslu í landinu.