141. löggjafarþing — 17. fundur,  11. okt. 2012.

kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna.

180. mál
[12:48]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessar skýringar. Þær skýra málið nokkuð og rétt að það er komið í veg fyrir smalanir með þessum breytingum. Þetta á við um ákveðnar aðstæður. En hvort sem það er einn eða tíu þá gæti þessi eini ekkert síður verið plataður en einhver hópur. Það er kannski sú hætta sem ég hafði líka áhyggjur af og við þurfum að gæta að þessu. En ég tel að hv. þingmaður hafi svarað því ágætlega og að það sé reynt að koma í veg fyrir slíkt.