141. löggjafarþing — 21. fundur,  18. okt. 2012.

Stjórnarráð Íslands.

248. mál
[12:34]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég er feginn að heyra að hv. þm. Þór Saari, sem er akademískur borgari, skuli vera sammála mér um að þær meintu röksemdir sem fram koma í greinargerð með frumvarpinu séu ekki upp á marga fiska. Ég fór ekkert yfir það sem tínt er til af niðurstöðum lagakennarans en í þeim er að finna ýmis álitamál sem geta hlotist af þessum lögum og af öllum lögum. Ef sett eru ný lög koma náttúrlega ný álitamál varðandi þau lög, álitamál sem gátu ekki verið til staðar áður en lögin voru sett. Ég þarf ekki lagaprófessor til að segja mér þetta, þetta er augljóst mál.

Eina spurningin sem hefði átt að spyrja lagaprófessorinn (Forseti hringir.) var þessi: Hefur Alþingi rétt til að setja þessi lög? Svarið við því er ekki málalengingar upp á 30 síður heldur eitt já.