141. löggjafarþing — 29. fundur,  5. nóv. 2012.

strandsiglingar.

141. mál
[16:48]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Mig langar að vekja athygli spyrjanda og svaranda hér í dag, sem báðir virðast vera áhugamenn um strandsiglingar, á máli nr. 124, frumvarpi sem lagt var fram á þessu þingi og ég er 1. flutningsmaður að, sem fjallar um breytingu á landflutningalögum, nr. 40/2010. Þar kveður einfaldlega á um það að við ákvörðun um flutningsgjald skal sundurgreina hvern kostnaðarlið. Óheimilt er að binda veittan afslátt við heildarflutning. Hér er hugmyndin sú að banna það að stærri flutningsaðilar sem fara á alla staði og keyra, og hafa ákveðið að gera það, geti gefið upp einn heildarprís. Það mundi opna markaðinn fyrir þá sem vilja sigla kringum landið með vörur, þannig að það væri ekki hægt að einoka markaðinn eins og menn gera hér í ljósi stærðar.