141. löggjafarþing — 43. fundur,  1. des. 2012.

um fundarstjórn.

[00:46]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg):

Virðulegur forseti. Ég er kominn hingað upp til að ítreka fyrir mína hönd þá afsökunarbeiðni sem hv. þm. Lúðvík Geirsson flutti áðan og undirstrika það sem þar kom fram, að sá gjörningur sem hér átti sér stað fyrr í kvöld undir ræðu hv. þm. Illuga Gunnarssonar beindist ekki gegn nokkrum þingmanni persónulega, hvorki honum né öðrum.

Ég vonast til að sú afsökunarbeiðni verði tekin gild og að þingstörf geti þá haldið hér áfram með eðlilegum hætti.