141. löggjafarþing — 46. fundur,  4. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[15:43]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki hvað það er sem hv. þingmaður skilur ekki í því sem ég er að segja. (SER: Svara.) Ég rakti mjög vel í mínu máli að stór hluti af tillögum ríkisstjórnarinnar muni ekki skila auknum hagvexti á næstunni, (Gripið fram í.) verkefni sem verið er að veita aukna fjármuni í, til að mynda starfsemi atvinnuleikhópa, tónlistarsjóður, hönnunarsjóður, myndlistarsjóður, bókmenntasjóður og húsafriðunarsjóður. (SER: Viltu svara spurningunni.) Allir þeir sjóðir og verkefni munu renna til hinna fjölmörgu kjördæma og verkefnin eru þannig að þau munu ekki skila auknum hagvexti á næstunni. Það er ekki skynsamlegt að ráðast í slík verkefni þegar við erum að glíma við yfir 80 milljarða kostnað í vaxtagjöld. (SER: Viltu svara.)

Hv. þm. Sigmundur Ernir Rúnarsson, sem hefur hingað til talað um um að hann sé vel að sér í málefnum sem snú að hagfræði og sagði það í ræðu fyrr í dag, ætti að hafa þekkingu og skilning á því. (SER: Viltu svara.) Þegar kemur að atvinnuuppbyggingu og því að efla og auka hagvöxt verðum við að horfa til þess hvernig við ráðstöfum fjármununum. (SER: Viltu svara.)

Ég er búinn að svara spurningu hv. þingmanns. (SER: Þú gast ekki svarað þessu.) Það skrýtna við hv. þingmann er að hann vill ekki skilja það sem verið að útskýra fyrir honum. (SER: Það var engin niðurstaða …) Hv. þingmaður vill ekki skilja það sem er verið að útskýra fyrir honum (Gripið fram í.) og ég veit ekki hvernig á að vera hægt að koma honum (Forseti hringir.) í skilning um þetta. (Gripið fram í.)