141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[12:42]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Hér kemur hver ræðumaðurinn á fætur öðrum og talar eins og hann hafi fundið gull eða fundið upp eitthvað nýtt. Hér er ekkert nýtt á ferðinni. Þessir styrkir hafa verið fyrir hendi í fjölda ára. Það eina sem þessi ríkisstjórn hefur afrekað var að skera þá niður við trog og boða að það yrði gert í tengslum við einhverja skipulagsbreytingu. Svo er verið að púrra hérna örlitlu til viðbótar við það sem áður var. Það eina sem maður saknar í tengslum við fjárlagaumræðuna, sem væri þá veruleg nýbreytni, væri framlag til skiltagerðar ríkisins. [Hlátur í þingsal.]