141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:59]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Frú forseti. Það er athyglisvert að hlusta á fulltrúa stjórnarandstöðunnar í pontu. Ef við ætlum að bæta verulega í til að koma til móts við þau svæði þar sem hús eru hituð upp með mestum kostnaði, jafnvel fjórfalt til tífalt hærri en aðrir landsmenn búa við, þá er það kölluð sýndarmennska. Ef við ætlum að auka fjölbreytni atvinnulífsins til mikilla muna, sem er það eina sem hægt er til að auka við starfsmannafjölda í landinu, er það kallað gæluverkefni. Athyglisverðast er að sjá t.d. marga framsóknarmenn gjalda neiyrði nánast við því að auka (Gripið fram í.) — ég sagði gjalda neiyrði nánast við því að auka fjármuni til þessa verkefnis (Gripið fram í.) sem er eitt það brýnasta til að jafna kjör landsmanna í landinu. Framsóknarmenn berjast ekki fyrir hinum dreifðu byggðum með þeirri atkvæðagreiðslu sem hér fer fram í dag. Það er einkar athyglisvert.