141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:47]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Að framansögðu, því sem síðasti ræðumaður sagði um þessi tæknilegu atriði varðandi þennan sjóð, þá hef ég kallað eftir því í umræðunni um fjárlög, 2. umr., hvað þetta fyrirbæri er. Talandi um að hér vantaði að benda á gæluverkefni þá er þetta akkúrat gæluverkefni upp á 500 millj. kr. Hér er verið að færa til 500 millj. kr. af óskilgreindu ríkisfé inn í óskilgreindan fjárfestingarsjóð og það veit enginn hvað á að gera við peningana eða hvort þeir fara til framkvæmda. Þetta er skot út í loftið og alveg með ólíkindum að það skuli vera hægt að eyða svo miklu fé í raunverulega það sem enginn veit hvað er.