141. löggjafarþing — 52. fundur,  14. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[01:04]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Óvissan er alltaf verst. Það er hún sem veldur hugarangri og þjáningu venjulegs fólks. Það er betra að vita að hverju menn ganga ef það er klárt og kvitt þó að það þýði erfiðleika.

Í dag elur hæstv. ríkisstjórn eingöngu á óvissu. Mig langar að spyrja hv. þingmann um þá óvissu í framhaldi af því að hæstv. ríkisstjórn hefur látið danka allt sem skiptir máli, meira og minna. Verkkvíðinn er slíkur að sópað er undir teppið í stað þess að dusta vel og taka til hendinni.

Það er nú svo að sáttamöguleikinn er farinn út í veður og vind að mínu mati, af því að þingmaðurinn spurði um það, stýrið er farið, skrúfan er löskuð, (Forseti hringir.) vélin höktir á stjórnlausu skipi.