141. löggjafarþing — 52. fundur,  14. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[01:05]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta um.- og samgn. (Ásmundur Einar Daðason) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég held að það sé rétt mælt hjá hv. þingmanni að óvissan er verst. Þegar óvissa skapast er hætta á því að við missum stjórn á ástandinu. Það er því miður að gerast með yfirlýsingum Alþýðusambands Íslands, viðbrögðum forustumanna ríkisstjórnarinnar, þar er ýtt undir óvissu og ólgu. Í staðinn fyrir að reyna að leita breiðrar samstöðu og sáttar í málum er brugðist við með hinu gagnstæða. Brugðist er við með því að setja hnefann á loft, með því að fara beint í stríð við þessa fjöldahreyfingu.

Ég segi aftur: Hvernig sjá menn það fyrir sér eftir það sem á undan er gengið í dag (Forseti hringir.) að mögulegt verði að byggja upp einhverja samstöðu á þeim grunni sem forustumenn ríkisstjórnarinnar eru búnir að reisa?