141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

búnaðarlög og framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

448. mál
[12:24]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Ég fagna því að þessir samningar skuli hafa náðst á milli ríkisins og Bændasamtakanna og tel að bæði ráðherra og Bændasamtökin hafi þarna staðið mjög vel að málum og það er fagnaðarefni að hann skuli vera framlengdur nú til tveggja ára. Þeir eiga heiður skilið fyrir það og staðfestingu á honum.

Hitt er svo að setja fyrirvara inn í samninginn við Bændasamtökin, sem er einungis framlenging til tveggja ára, um breytingar ef Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu, ef þeir samningar fara það langt að taka þurfi samninginn upp. Vissulega gerist það sjálfkrafa ef svo verður en ég vona að það verði aldrei. Mér finnst alveg fullkomlega ástæðulaust og reyndar alveg ótrúlegt að setja þetta inn í þennan skammtímasamning með fyrirvara um inngöngu í Evrópusambandið og get þess vegna alls ekki stutt það.

Ég styð tillögu hv. þm. Sigurðar Inga Jóhannssonar.