141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

staða þjóðarbúsins.

[10:43]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég hef talið að staða þjóðarbúsins sé ekki eins óljós og hv. þingmaður vill vera láta. Ég fór aðeins inn á það hve t.d. hrein staða þjóðarbúsins hefur verið að minnka og við vitum að skuldir hins opinbera hafa líka verið að lækka þótt þær séu enn þá of háar. Árið 2012 er gert ráð fyrir að skuldastaða hins opinbera sé 97% en hrunsárið 2008 var hún 70% af landsframleiðslu þannig að þær skuldir hafa aukist og við höfum ekki dregið dul á að það hafi gerst.

Það mikilvæga er að við förum að vinna okkur niður úr skuldunum vegna þess að vextirnir eru náttúrlega allt of háir og það gengur ekki til lengdar að borga 80–90 milljarða í vexti af skuldum hins opinbera, en þær eru til komnar vegna hrunsins og það er sameiginlegt verkefni okkar að vinna á þeim. Ég vona að formenn flokkanna geti hitt nefndina á fundi á morgun sem ég mun beita mér fyrir að verði boðað til (Forseti hringir.) og þá getum við nánar farið yfir þessi mál.