141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:06]
Horfa

Atli Gíslason (U):

Frú forseti. Þetta er grænt mál. [Hlátur í þingsal.] Þetta kemur í stað olíukyndingar víða. Allir þingmenn af landsbyggðinni sem hafa farið um sín svæði vita að þarna kreppir skórinn. Það að bændur og aðrir fái ekki þriggja fasa rafmagn leiðir til þess að framleiðslutæki þeirra liggja oft undir skemmdum. Þetta stendur því fyrir þrifum að smáiðnaður á landsbyggðinni geti farið af stað á stórum svæðum. Hér er gert ráð fyrir 500 millj. kr. framlagi í þrjú ár til að jafna stöðu dreifbýlis og þéttbýlis. Það er ekki flóknara.