141. löggjafarþing — 63. fundur,  14. jan. 2013.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[11:12]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég minni á ítarlega umfjöllun í áliti meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar um vandann við jarðvarmavirkjanir almennt. Þar er hvatt til þess sérstaklega, með leyfi forseta, „að ríki, sveitarfélög, orkufyrirtæki og náttúruverndarsamtök taki saman höndum um sérstaka rannsókn á Reykjanesskaga þar sem kannaðir verði möguleikar á orkunýtingu, áætlaðar þarfir útivistar og ferðamennsku, gerð grein fyrir verðmæti jarðminja og lagt mat á hugmyndir um náttúrusvæðin á skaganum sem eldfjallagarð sem tæki einnig til virkjunarsvæðanna, enda séu gerðar til þeirra sérstakar umhverfiskröfur. Eðlilegt væri að aðilar leituðu samstöðu um ákveðna vernd meðan fullnaðarrannsóknir fara fram á möguleikum svæðisins.“

Með tilvísun til þessara orða segjum við samfylkingarmenn nei við breytingartillögunni.